|

15.5.06

Jæja...prófin búin og ein einkunn komin í hús. Ég náði, fékk sex, en hefði alveg viljað fá meira. Eins og venjulega! ÉG ætla b.t.w. að vera ógeðslega dugleg að læra á næstu önn:) Hef ég heyrt fögur fyrirheit sem þessi áður...já stundum, en þó ansi sjaldan:) Hehe...NOOOO!

Ég er sem sagt hálf partinn komin í sumarfrí. Ragnar Kristinn er allur að koma til og verða frískur þannig við ætlum að vera dugleg að fara út og leika okkur saman. Svo eru líka aðeins nokkrir dagar í að við förum út. SEm minnir mig á það að ég þarf að athuga með vegabréf fyrir litla manninn.
Annars er ekkert að frétta af viti þannig ég læt þetta duga...

mánudagur, maí 15, 2006


|

27.4.06

Jæja.

Búin að fara vestur að anda að mér fersku og fallegu fjallaloftinu og finnst ég vera til í slaginn. Lærdómurinn kemur núna sterkur inn, bæði þegar Ragnar Kristinn sefur og á kvöldin. Vonandi fer þetta allt vel.

Fyrsta prófið á laugardaginn kl hálf tvö að mig minnir og er svo búin 11.maí í seinasta lagi kl. tólf! Þetta er allt að gerast!

Vonandi gengur ykkur sem eruð að læra vel....skiptumst á góðum hugsunum.
kv. Karen sem er aaaalveg að detta í gírinn!

fimmtudagur, apríl 27, 2006


|

14.4.06





Mig langar svooooo að vera þarna...

föstudagur, apríl 14, 2006


|

5.4.06


Það er alveg (eins og alltaf reyndar) kominn tími á nýtt blogg frá mér! Orðin heimavinnandi húsmóðir þar sem Friggi er byrjaður að vinna. Þetta eru búnir að vera rosalega góðir rúmlega þrír mánuðir sem hann er búin að vera heima, jafnvel þó að ég vildi að ég hefði verið duglegari. Alltaf er þetta setningin...ég vildi, ég vildi, ég vildi...Af hverju get ég ekki bara verið?! Verið dugleg í skólanum. Verið dugleg að þrífa heima hjá mér. Verið dugleg að spara. Verið dugleg að fara í heimsóknir. Ohhh...hvað getur maður verið pirraður á þessu!!?!!
Hef ákveðið að segja mig úr einu fagi og ætla að reyna að fá að gera verkefni sem telur eina eða tvær einingar í staðinn, allt til að fá námslán (sem ég er b.t.w. búin með:) Þannig smá breytingar verða, ég verð í prófum 29. apríl og svo 11.maí. Gæti varla verið betra.
Enn ein sorgarfréttin...Hjá mér og minni fjölskyldu verður enginn vesturför um páskana. Ég ætla að vera heima og læra því ótrúlegt en satt er ég raunsæ í þetta skiptið og veit að ég mun ekkert læra í fjallafriðinum. Ég held að ég hafi sagt alla páska síðan ég flutti að nú þyrfti ég nú að læra, en aldrei hefur það verið gert. Alltaf verið stanslaus skemmtun!!!:) Ekki verra samt...!

Svo í lokin vil ég minna fólk á gjafir okkur Friðrik til handa. Við höfum þolað hvort annað í heil fjögur ár!! Mér finnst þetta vera heil eilífð þar sem mér finnst við alltaf hafa verið saman...en svo er víst ekki:) Samúðarskeyti og kransar afþakkaðir en endilega leggið inn á reikninginn okkar:) Við erum nú að fara til útlanda!!!:)

miðvikudagur, apríl 05, 2006


|

21.3.06

Fín helgi að baki.
Fór í bústað með einhverjum hluta af stelpunum og það var skoo gaman. Hittum þar ástfangna parið, gömlu karlana, "góða" fólkið í þjónustumiðstöðinni og svo auðvitað Dóra dýr! Hann skemmti sér með okkur, borðaði með okkur og lét okkur allavegana hafa eitthvað til að hugsa um, eða allavegana mig:)

Er að skila einu stykki ritgerð í dag, og svo er það rannsóknarverkefni og skýrsla og margt margt fleira. Ég er komin á það að mér finnst þetta skemmtilegara heldur en að lesa daginn út og daginn inn...En ég hef auðvitað ekkert um það að segja:(

Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í bili, vildi bara láta vita að ég sé á lífi.

þriðjudagur, mars 21, 2006


|

13.3.06

Komin tími á smá blogg er það ekki? Svo að það líði nú ekki mánuður á milli blogga hjá mér ákvað ég að blogga í dag:) Fyndin ég...
Nema bara hvað...febrúar loksins búin og ég hef að einhverju leyti endurheimt gott lunderni. Fór vestur um helgina í afmæli og var það svona líka skemmtilegt. Aftur á móti sýnist mér að ég þurfi að taka þá ákvörðun að hætta að drekka því að svona þunn hef ég aldrei verið, ég endurtek ALDREI! Þegar við keyrðum suður í gær þurfti ég nokkrum sinnum að láta stoppa fyrir mér og "létta" á mér og ég get svo guðsvarið það að ég er enn þunn...allavegana enn illt í maganum. Hvers þarf ég að gjalda!? Samviskubitið nagaði mig doldið vel þannig ég ætla að láta þetta gott heita á þessari braut þangað til einhverntíma seinna....fjúff...Við skulum svo sjá hvað það verður lengi:)
En allavegana...ég bara get ekki beðið eftir því að sumarið komi. GEt ekki beðið eftir því að þurfa ekkert að hafa neitt á bakinu nema bara húsverkin og Ragnar Kristinn og geta kannski lesið eins og eins tvær bækur sem innihalda ekki orðið sálfræði eða neitt tengt því. Ljúfa líf...vonandi allavegana. Þá fyrst þarf ég allavegna að klára prófin og sjá svo til hvort lífið verði svo ljúft:)

Jæja, ég ætla að hætta í bili og halda áfram við lærdóminn. Tútelíu...

mánudagur, mars 13, 2006


|

15.2.06

Febrúarfílingur

Það er rosalegur fílingur sem liggur hérna yfir öllu landinu þennan mánuðinn. Ég hef komist að þeirra niðurstöðu að ég er ekki með skammdegisþunglyndi, heldur heitir það febrúar þunglyndi. Eins og greinilega allir sem ég þekki. Allir svoleiðis að gefast upp á öllu...en ég sé fram á betri og fallegri tíma loksins þegar mars lýtur dagsins ljós!:)
Ekkert að frétta af mér svo sem. Skólinn þjarmar að manni eins og venjulega og páskarnir nálgast. Hvernig verður það...er mikið djamm planað um páskana? ÉG og Friggi vorum svo sem að spá að fara til Danmerkur um páskana, en ég held að við verðum bara að sjá til með það, svona upp á frí og svoleiðis hjá honum. Hann er auðvitað í fæðingarorlofi núna og verður til 1.apríl:) Þannig við förum ekki mikið...En það má nú alveg láta sig dreyma um það.

Ekki mikið að döfinni fyrir helgina. Vona bara að hún verði róleg og góð,...ætla að reyna að liggja upp í sófa sem mest af henni, ofsalega er ég upplífgandi:)

En ég ætla að láta þetta duga...sláumst.

miðvikudagur, febrúar 15, 2006


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com